Sóti Summits er norðlenskt ferðaþjónustufyrirtæki með sterkar rætur á Tröllaskaga. Í Skagafirði rekur Sóti Summits sveitahótelið Sóta Lodge í Fljótum, þar sem leitast er við að hámarka vellíðun gesta í hvívetna og bjóða eftirminnilega upplifun.
Við höfum frá upphafi viljað bjóða ábyrga ferðaþjónustu og högum okkar innkaupum og vöruframboði eftir því. Til að ná þessum markmiðum höfum við lagt áherslu á sterk tengsl við nærumhverfi okkar, framleiðendur í nágrenninu og afþreyingu sem boðin er af heimamönnum.
Á Sóta Lodge er alltaf innifalin þriggja rétta kvöldverður í allri gistingu ásamt morgunverði. Við leitumst við að nýta hráefni úr Skagafirði og nærsveitum í okkar matseld og nýtum öll tækifæri til að kynna umhverfið og framboð þess fyrir gestum okkar. Markmið okkar eru að tryggja að gestir okkar, innlendir sem erlendir, kynnist því sem hið dásamlega Norðurland hefur að bjóða.