Matarkistan Skagafjörður

                                                                                                                                                                                       

Matarkistan Skagafjörður gengur út á samvinnu fjölbreyttra aðila í Skagafirði að því að efla skagfirska matarmenningu og koma henni á framfæri. Matarkistan Skagafjörður byggðist á vaxandi áhuga fólks á því að vilja vita um uppruna þeirra matvæla sem þeir neyta og að kynnast staðbundnum mat og matarvenjum. Lógó Matarkistunnar vísar í Drangey sem fyrr á tímum var kölluð matarkista Skagfirðinga og er því ætlað að vekja athygli á að maturinn á uppruna sinn að rekja í Skagafirði.

Matarkistan Skagafjörður og félagsskapurinn sem að baki Matarkistunni stendur er opinn fyrir alla sem stunda matvælavinnslu af einhverju tagi í Skagafirði sem og aðila sem selja matvæli í Skagafirði. Uppfylla þarf öll skilyrði Matarkistunnar. Þeir veitingastaðir sem eru þátttakendur í Matarkistunni leitast eftir að elda úr skagfirsku hráefni eftir bestu getu og er maturinn þá ýmist framleiddur eða unnin í Skagafirði eða framreiddur að skagfirskum sið. Þeir réttir sem eru að stærstum hluta úr skagfirsku hráefni skulu vera merktir á matseðlum veitingahúsanna.

Þátttakendur geta verið til dæmis bændur, ferðaþjónustuaðilar, bakarí, veitingahús, verslanir, mjólkursamlög, kjötvinnslur, fiskvinnslur og skólar. Önnur fyrirtæki geta verið þátttakendur ef vilji er til þess að taka þátt í Matarkistunni á einhvern hátt.

Framleiðendur Matarkistunnar vinna mörg hver sínar afurðir í Vörusmiðju Biopol og selja vörur sínar í vefverslun Biopol og bíl smáframleiðenda á Norðurlandi vestra. Hægt er að skoða úrvalið hér á síðunni með því að smella á "Netverslun".

Markmið Matarkistunnar:

⇒   Að matvælaframleiðendur, veitingasöluaðilar og ferðaþjónustuaðilar vinni saman að því að efla skagfirska matarmenningu og koma henni á framfæri.

⇒   Að byggja upp sterka gæðaímynd um skagfirska matvælaframleiðslu.

⇒   Að stuðla að nýjungum í framreiðslu á skagfirskum matvælum.

⇒   Að safna og vernda vinnuaðferðir og hefðir í matargerð.

⇒   Að efla samstarf innan og utan héraðs.

⇒   Auka þátt matarmenningar í veitingaframboði á svæðinu þannig að gestir geti notið gæðahráefnis og upplifað menningu svæðisins.

⇒   Leita leiða til að þróa matarferðaþjónustu í Skagafirði.

⇒   Að allt árið um kring eigi heimamenn og ferðamenn á leið um Skagafjörð þess kost að nálgast fjölbreytt úrval af skagfirskri matvöru á veitingastöðum, í      verslunum, á mörkuðum og jafnvel beint frá bændum.

Skilyrði fyrir þátttöku í Matarkistunni:

⇒   Þátttakendur hafi tilskyld leyfi til matvælaframleiðslu og/eða sölu á matvælum.

⇒   Þeir veitingastaðir sem eru þátttakendur í verkefninu leitast eftir að nota skagfirskt hráefni og er maturinn þá ýmist framleiddur eða unninn í Skagafirði.

⇒   Réttir sem eru að stærstum hluta úr skagfirsku hráefni eru merktir á matseðlum veitingahúsa.

⇒   Ef ekki er hægt að nálgast skagfirskt hráefni þá skal leita leiða til þess að finna íslenskt hráefni í staðinn.

Stýrihópur Matarkistunnar Skagafjarðar:

Nýr stýrihópur Matarkistunnar tók formlega til starfa í febrúar 2021. Stýrihópurinn fundar reglulega og hefur unnið markvisst að því að finna leiðir til þess að efla störf Matarkistunnar, kynna Matarkistuna fyrir framleiðendum, veitingahúsaeigendum og almenningi. Meðlimir stýrihóps taka glaðir við spurningum og eru alltaf til í að taka létt spjall um Matarkistuna.

Meðlimir stýrihóps Matarkistunnar eru:

  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir - Breiðagerði
  • Rúnar Máni Gunnarsson - Sölvanes
  • Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir - Birkihlíð
  • Heba Guðmundsdóttir og Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjórar í atvinnu-, menningar og kynningarmálum hjá sveitarfélaginu Skagafirði starfa einnig með stýrihópnum og halda utan um verkefni Matarkistunnar.

 

Matarkistan Skagafjörður heldur reglulega bændamarkaði í Skagafirði. Þar koma saman Skagfirskir framleiðendur og selja vörur sínar. Þá hafa meðlimir Matarkistunnar líka farið saman á sýningar eins og Local Food á Akureyri og unnu meðal annars verðlaun fyrir besta básinn árið 2019. Fjölmargir framleiðendur Matarkistunnar eru með vörur sínar til sölu í Vefverslun Bíópol og selja einnig vörur sínar í bíl smálframleiðenda á Norðurlandi vestra.

 

 

Matarkistan Skagafjörður sá um útgáfu bókarinnar Eldað undir bláhimni árið 2012 sem er tileinkuð skagfirskri matarmenningu og byggir á þeirri hugmyndafræði að nýta það spennanndi hráefni sem finna má í skagfirsku matarkistunni. Sveitarfélagið Skagafjörður fékk stimpilinn EDEN gæðaáfangastaður eða European Destination of Excellence vegna verkefnisins Matarkistan Skagafjörður árið 2015.

Skagafjörður

Austan Vatna

Framleiðandi
Skagafjörður

Áskaffi góðgæti

Framleiðandi
Skagafjörður

Birkihlíð Kjötvinnsla

Framleiðandi
Varmahlíð

Breiðargerði garðyrkjustöð

Framleiðandi
Fljót

Brúnastaðir ostavinnsla

Framleiðandi

Bændamarkaðir

Viðburðir
Varmahlíð

Garðyrkjustöðin Laugarmýri

Framleiðandi
Sauðárkrókur

Grána Bistro

Veitingastaður
Skagafjörður

Hofsstaðir

Veitingastaður
Varmahlíð

Hótel Varmahlíð - Veitingastaður

Veitingastaður
Skagafjörður

Hraun á Skaga

Framleiðandi
Hólar

Kaffi Hólar

Veitingastaður
Sauðárkrókur

Sauðá

Veitingastaður
Sauðárkrókur

Sauðárkróksbakarí

Veitingastaður
Fljót

Sóti Lodge

Veitingastaður
Varmahlíð

Stórhóll - Rúnalist

Framleiðandi
Varmahlíð

Sölvanes

Framleiðandi